Meistaramót Reykjavíkur um helgina

Um helgina fer fram í TBR-húsunum, Meistaramót Reykjavíkur 2008. Mótið er hluti af Stjörnumótaröð Badmintonsambands Íslands. Flestir af sterkustu badmintonmönnum landsins taka þátt í mótinu.

Keppt er í meistara, A og B flokki. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að keppt er í riðlum í einliðaleik en í venjulegri útsláttarkeppni í tvíliða- og tvenndarleik.

Mótið hefst á laugardag kl. 10.00 en byrjað verður á keppni í tvenndarleik. Reikna má með að keppni ljúki um kl. 17 á laugardag. Á sunnudeginum hefst keppni einnig kl. 10 og reikna má með að hún standi yfir til um kl. 14.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Skrifað 20. febrúar, 2008
ALS