Unglingamót á Akureyri um helgina

Um helgina fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri, Unglingamót TBA. Mótið tókst mjög vel en það hófst á laugardag kl. 10 og var leikið til undanúrslita þann dag. Á sunnudeginum hófst keppni kl. 9 og var lokið um kl. 13.

Rúmlega 100 börn og unglingar tóku þátt í mótinu frá fjórum félögum, TBR, TBS, BH og TBA. Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar var með fjölmennasta hópinn. Keppt var í U13, U15 og U17 flokkum unglinga.

Tveir leikmenn úr TBR náðu þeim frábæra árangri að fá fullt hús eða vinna í öllum keppnisgreinum þ.e. einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Það voru þau Margrét Jóhannsdóttir og Gunnar Bjarki Björnsson sem stóðu sig svona vel.

Þar sem frekar fá badmintonmót eru haldin fyrir utan suðvestur hornið var sérstaklega mikil stemning fyrir leikmenn á höfuðborgarsvæðinu að komast aðeins í burtu og fá að gista. Boðið var uppá mjög fína gistingu og morgunmat í Íþróttahöllinni.

Öll úrslit mótsins er hægt að skoða með því að smella hér.

Skrifađ 8. oktober, 2007
ALS