Evrˇpukeppni landsli­a - leikir dagsins

Þriðji dagur Evrópukeppni landsliða í badminton hefst í Almere í Hollandi í dag. Í dag fer fram síðasta umferð riðlakeppni mótsins. Aðeins eitt lið kemst uppúr hverjum riðli. Það verður því ljóst eftir daginn hvaða lið munu leika í átta liða úrslitum í útsláttarkeppni um Evrópumeistaratitlana.

Íslenska karlalandsliðið hefur keppni klukkan 9.00 en þá munu þeir leika gegn Tyrkjum. Ljóst er að hvorki Tyrkir né Íslendingar komast áfram úr riðlinum því bæði lið hafa tapað fyrir Rússum og Spánverjum. Það má þó búast við harðri keppni um að lenda ekki í neðsta sæti í riðlinum. Karlalið Tyrklands er líkt og íslenska liðið nokkuð óskrifað blað en leikmenn beggja liða hafa lítið tekið þátt í alþjóðlegum mótum undanfarin misseri og eru því mjög neðarlega á heimslistanum. Ísland og Tyrkland hafa aldrei mæst í landsleik og því heldur ekki hægt að spá fyrir um úrslit í leik liðanna út frá sögulegu sjónarhorni. Það eina sem í raun og veru vitað er um Tyrkina er að þeir hafa verið að koma upp með mjög góð unglingalið undanfarin ár og að þeir stóðu sig sérstaklega vel á U17 Evrópumótinu árið 2005 þar sem þeir voru mjög nálægt því að vinna Dani. Það verður því spennandi að sjá hvernig fer í fyrsta landsleik Tyrklands og Íslands á eftir.

 

Evrópukeppni landsliða - Undankeppni Thomas og Uber Cup. Magnús Ingi Helgason, Tinna Helgadóttir, Atli Jóhannesson, Ragna Ingólfsdóttir, Helgi Jóhannesson, Katrín Atladóttir, Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Sara Jónsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Nielsen sem einnig var í liðinu.
Íslenska landsliðið í badminton. Frá vinstri Magnús Ingi Helgason, Tinna Helgadóttir, Atli Jóhannesson, Ragna Ingólfsdóttir, Helgi Jóhannesson, Katrín Atladóttir, Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Sara Jónsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Nielsen.

 

Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi klukkan 13 í dag í hreinum úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni þar sem bæði lið hafa sigrað Ítalíu og Wales í riðlakeppninni. Það er ljóst að það verður mjög erfitt og nánast ómögulegt fyrir íslensku stelpurnar að sigra hið geysisterka lið Þýskalands sem hefur fyrstu röðun í mótinu og er spáð Evrópumeistaratitlinum. Þeirra sterkasta einliðaleiks kona Huaiwen Xu sem er af kínverskum ættum er númer 7 á heimslistanum um þessar mundir og sú næst sterkasta Juliane Schenk er númer 17 á listanum. Í tvíliðaleik kvenna standa Þjóðverjar ekki síður vel en þeir eiga tvö pör á topp fimmtíu í heiminum og fjögur á topp hundrað.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Evrópukeppni landsliða í Hollandi. Efst í hægra horni síðunnar er hægt að smella á "live scoring" og fylgjast þannig með hverjum leik fyrir sig, stig fyrir stig.

Skrifa­ 14. febr˙ar, 2008
ALS