Atlamót ÍA er um helgina

Atlamót ÍA verður haldið um helgina. Mótið er annað mót vetrarins í mótaröð BSÍ.

Keppendur verða 58 talsins frá fjórum félögum, Aftureldingu, BH, ÍA og TBR.

Keppt verður í riðlum í öllum flokkum. A-, B- og Meistaraflokki og öllum greinum, einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik á laugardaginn og í einliðaleik á sunnudaginn.

Mótið verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 10 á laugardaginn. Áætluð mótslok eru klukkan 17 á sunnudag. 

Vinsamlegast athugið að íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetufrítt svæði.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

 

Skrifað 21. september, 2017
mg