Sumarskóli Badminton Europe í ţann mund ađ hefjast

Í morgun flaug íslenski hópurinn, sem tekur þátt í Sumarskóla Badminton Europe, til Slóveníu, með viðkomu í Sviss. Hópinn skipa Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari fór sem fararstjóri en hann fer jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið á sama stað.

Sumarskólinn er haldinn í 35. skipti og þetta er þriðja árið í röð sem hann er í Podcetrtek í Slóveníu. Þátttakendu eru 46 talsins frá 15 löndum. 

Smellið hér til að lesa um Sumarskóla Badminton Europe. Fjallað er um Sumarskólann daglega næstu vikuna á Facebook síðu Badminton Europe.

Skrifađ 7. júlí, 2017
mg