Tvíliđaleikir eru ađ hefjast í Lettlandi

Kristófer Darri Finnsson vann sinn leik í forkeppni einliðaleiks karla í Alþjóðlega lettneska mótinu í morgun og vann sér þannig keppnisrétt í aðalkeppni mótsins. Hann lék á móti Mikhail Lavrikov frá Rússlandi og vann eftir oddalotu 21-19, 19-21, 21-19. Leikurinn var æsispennandi. Hann mætti svo í aðalkeppninni Manuel Vazquez frá Spáni, sem var raðað númer átta inn í greinina. Hann var ofjarl Kristófers og sló hann úr keppni með því að sigra 21-13, 21-18. 

Margrét Jóhannsdóttir lék fyrsta leik sinn í mótinu gegn Anastasia Ronzhina frá Rússlandi. Margrét laut í lægra haldi 9-21, 12-21 og lauk því keppni í einliðaleik.

Tvíliðaleikir mótsins hefjast á eftir einliðaleikjum, sem eru að klárast.

Skrifađ 2. júní, 2017
mg