Hart barist á Akranesi um helgina

Landsbankamót ÍA fór fram á Akranesi um helgina. Mótið er unglingamót þar sem keppt var í U13-U19 flokkum unglinga. Alls tóku 76 keppendur þátt í mótinu frá sex félögum víðsvegar af landinu.

Ekki leit sérstaklega vel út með veður daginn fyrir mót en úr því rættist og komu leikmenn á mótið bæði frá Hveragerði og Akureyri.

Hart var barist á mótinu og nokkuð um það að röðuð pör og einstaklingar væru slegnir út úr mótinu fyrr en ætla mætti. Engum leikmanni tókst að sigra þrefalt í sínum flokki.

Smellið hér til að skoða úrslit mótsins og hér til að skoða heimasíðu Badmintonfélags Akraness sem hafði veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd.

Skrifað 11. febrúar, 2008
ALS