Afrekshópur keppir í Lettlandi og Litháen

Stærstur hluti Afrekshóps Badmintonsambands Íslands er nú á leið til Lettlands en þar keppa þau í Alþjóðlega lettneska mótinu sem fer fram um helgina. Auk þeirra taka Róbert Ingi Huldarsson BH og Tomas Dovydaitis BH einnig þátt. Sólveig Jónsdóttir er dómari á mótinu.

Alþjóðlega lettneska mótið hefst á morgun með leikjum í forkeppnum greinanna. Allir íslensku strákarnir, Davíð Bjarni Björnsson, Daníel Jóhannesson, Eiður Ísak Broddason og Kristófer Darri Finnsson keppa í forkeppninni í einliðaleik karla auk Róberts Inga Huldarssonar. Sigríður Árnadóttir keppir í forkeppni einliðaleiks kvenna og Harpa Hilmisdóttir átti að keppa í henni líka en hún meiddist í fyrradag og þurfti að skrá sig úr keppni. Margrét Jóhannsdóttir fór beint inn í aðalkeppnina. Íslensku keppendurnir fóru beint inn í aðalkeppnina í tvíliða- og tvenndarleik.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Alþjóðlega lettneska mótinu.

Eftir mótið fara keppendurnir beint til Litháen og taka þar þátt í Alþjóðlega litháenska mótinu. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Alþjóðlega litháenska mótinu.

Skrifað 31. maí, 2017
mg