Hópurinn í NAC valinn

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins hafa valið hópinn sem fer í North Atlantic æfingabúðirnar. Búðirnar verða dagana 7. - 14. ágúst í Sandavágur í Færeyjum en afrekskrakkar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í aldurshópum U13-U17 voru valdir til þátttöku. North Atlantic Camp eru nú haldnar í níunda sinn.

Íslenska hópinn skipa:

Gabríel Ingi Helgason BH
Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH
Steinar Petersen TBR
Stefán Árni Arnarsson TBR
Davíð Örn Harðarson ÍA
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
Anna Alexandra Petersen TBR
Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað. Íslenskir þjálfarar sem fara á námskeiðið eru Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Þau verða jafnframt fararstjórar íslenska hópsins.

 

Skrifað 3. maí, 2017
mg