Englendingar eru Evrópumeistarar í tveimur greinum eftir EM einstaklinga

Fyrsti Evrópumeistaratitill Englendinga í einliðaleik karla er í höfn eftir að Rajiv Ouseph vann Anders Antonsen frá Danmörku í úrslitum EM einstaklinga í Kolding í Danmörku um helgina. Ouseph vann Antonsen 21-19, 21-19. Antonsen hafði slegið Viktor Axelsen út í undanúrslitum 21-17, 21-16 en Axelsen var raðað númer eitt inn í greinina. Ouseph vann Hans-Kristian Vittinghus eftir oddalotu 18-21, 23-21, 21-16.
Carolina Marin Frá Spáni vann sinn Evrópumeistaratitil auðveldar en hún vann alla sína leiki í tveimur lotum og í úrslitum vann hún Kirsty Gilmour frá Skotlandi 21-14, 21-12.
Mathias Boe og Carsten Mogensen frá Danmörku var raðað númer eitt inn í tvíliðaleik karla. Þeir unnu landa sína Mads Conrad-Petersen og Mads Pieler Kolding í úrslitum 21-17. 24-22 og hömpuðu með því Evrópumeistaratitlinum.
Úrslitaleikur í tvíliðaleik kvenna var spennandi og úrslit réðust ekki fyrr en eftir oddalotu. Kamilla Rytter Juhl og Christinna Pedersen frá Danmörku unnu Gabriela Stoeva og Stefani Stoeva frá Búlgaríu 21-11, 15-21, 21-11.
Englendingar unnu einnig titil í tvenndarleik þegar Chris Adcock og Gabrielle Adcock unnu Joachim Fischer Nielsen og Christinna Pedersen frá Danmörku eftir oddalotu 21-17, 18-21, 21-19. Leikurinn var ótrúlega jafn allan tímann. Adcock var raðað númer tvö inn í greinina en Dönunum númer eitt.
Smellið hér til að sjá úrslit á EM einstaklinga.
Skrifað 2. maí, 2017
mg