Valiđ í Nordic Camp

Badmintonsambönd Norðurlandanna hafa um árabil haldið æfingabúðir árlega sem kallast Nordic Camp. Hverju Norðurlandanna er boðið að senda sex þátttakendur úr aldursflokknum U15 í æfingabúðirnar ár hvert. Einnig er í boði að senda þjálfara á námskeið sem keyrt er samhliða æfingabúðunum.

Í ár verða Nordic Camp æfingabúðirnar í Kristiansand í Noregi. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa valið þátttakandur fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu þau Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR.

Nordic Camp fer fram dagana 7. - 11. ágúst í sumar. Miðað við upplifun íslensku leikmannanna undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun frá færum þjálfurum víðsvegar frá Norðurlöndum.

Einar Óskarsson Aftureldingu fer á þjálfaranámskeiðið og verður jafnframt fararstjóri hópsins.

Skrifađ 24. apríl, 2017
mg