Undanúrslitum í tvíliðaleik lokið

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR mættu Helga Jóhannessyni og Magnúsi Inga Helgasyni TBR í undanúrslitum tvíliðaleiks karla. Þarna mættist unga kynslóðin þeirri eldri. Davíð Bjarni og Kristófer Darri unnu 21-18, 21-15 og tryggðu sér með því inn í úrslitin. Í hinum undanúrslitaleiknum mættu Egill G. Guðlaugsson ÍA og Róbert Þór Henn TBR Daníel Thomsen og Kára Gunnarssyni TBR. Daníel og Kári unnu 21-16, 21-18 og mæta því Davíð Bjarna og Kristófer í úrslitum á morgun.

Í tvíliðaleik kvenna mættu Elsa Nielsen TBR og Drífa Harðardóttir ÍA þeim Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR. Elsa og Drífa unnu fyrri lotuna 21-10 og seinni 21-16. Hinn úrslitaleikurinn var á milli Margrétar Jóhannsdóttur og Sigríðar Árnadóttur og Jóhönnu Jóhannsdóttur og Sunnu Aspar Runólfsdóttur TBR. Margrét og Sigríður unnu 21-11 , 21-13. Elsa og Drífa mæta því Margréti og Sigríði í úrslitum.

Nú eru undanúrslit í tvenndarleik að fara í gang.

 

Skrifað 8. apríl, 2017
mg