Meistaramót Íslands - spilað fram í úrslit í A-,B og Æðstaflokki

Í dag var spilað fram í úrslit á Meistaramóti Íslands.
Í A-flokki mætast í úrslitum í einliðaleik Haukur Gylfi Gíslason Samherjum og Haraldur Guðmundsson TBR í karlaflokki og í kvennaflokki mætast Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og Una Hrund Örvar BH. Í tvíliðaleik karla mæta Indriði Björnsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri Ingólfi Ingólfssyni og Sævari Ström TBR. Í tvíliðaleik kvenna etja kappi Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH og Arndís Sævardóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik í A-flokki mæta Haraldur Guðmundsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR þeim Birgi Hilmarssyni og Sigrúnu Marteinsdóttur TBR.
Í B-flokki mætir Andri Broddason TBR Tómasi Andra Jörgenssyni ÍA í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna keppa Karolina Prus KR og Björk Orradóttir TBR. Í tvíliðaleik karla mæta Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH þeim Brynjari Má Ellertssyni og Tómasi Andra Jörgenssyni ÍA. Í tvíliðaleik kvenna keppa Bjarndís Helga Blöndal Hamri og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu gegn Karolinu Prus KR og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH. Í tvenndarleik í B-flokki mæta Sigurður Ingi Pálsson TBR og Bjarndís Helga Blöndal Hamri þeim Brynjari Má Ellertssyni ÍA og Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS.
Í æðsta flokki var spilaður einn leikur, undanúrslitaleikur í einliðaleik. Í úrslitum á morgun mætast Árni Haraldsson TBR og Aðalsteinn Huldarsson ÍA. Í tvíliðaleik karla í æðstaflokki mætast í úrslitum Gunnar Þór Gunnarsson og Sigfús B. Sverrisson TBR og Alexander Eðvarðsson TBR og Egill Magnússon Aftureldingu.
Spilað var til úrslita í Heiðursflokki í dag. Flokkurinn er skipaður leikmönnum eldri en 60 ára. Íslandsmeistari í einliðaleik karla í Heiðursflokki er Gunnar Bollason TBR og í öðru sæti varð Haraldur Kornelíusson TBR. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik eru Gunnar Bollason og Haraldur Kornelíusson TBR. Í öðru sæti urðu Jónas Þórir Jónasson og Hannes Ríkarðsson TBR.
Úrslit í A-, B-, og Æðstaflokki fara fram eftir hádegi á morgun, sunnudag.
Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

 

Skrifað 8. apríl, 2017
mg