Meistaramót Íslands - fyrsti dagur

Spilað hefur verið fram í undanúrslit á Meistaramóti Íslands í dag. Í meistaraflokki mætast Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR og Kristófer Darri Finnsson og Jóhanna Jóhannsdóttir TBR annars vegar og Jónas Baldursson og Sunna Ösp Runólfsdóttir TBR og Davíð Bjarni Björnsson TBR og Drífa Harðardóttir ÍA hins vegar.

Í A-flokki mæta Haraldur Guðmundsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR Elís Þór Danssyni og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR annars vegar og Birgir Hilmarsson og Sigrún Marteinsdóttir TBR mæta Jóni Sigurðssyni og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR.

Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS mæta í öðrum undanúrslitaleiknum Víði Þór Þrastarsyni og Hörpu Gísladóttur Aftureldingu. Í hinum undanúrslitaleiknum mæta Sigurður Ingi Pálsson og Bjarndís Helga Blöndal Hamri Agli Þór Magnússyni og Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Skrifað 7. apríl, 2017
mg