Nćsta unglingamót í Ţorlákshöfn

Um næstu helgi fer Þórsmótið fram í Þorlákshöfn. Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í öllum flokkum nema U11 þar sem aðeins er keppt í einliðaleik. Keppni hefst kl. 10.00 laugardaginn 16.febrúar.

Það er badmintondeild Umf.Þórs sem heldur mótið. Mótaboð og nánari upplýsingar má nálgast með því að smella hér. Skráningarfrestur rennur út á hádegi miðvikudaginn 13.febrúar næstkomandi.

Þórsmótið er síðasta mót fyrir Íslandsmót unglinga og því um að gera að fjölmenna í Þorlákshöfn til að æfa sig fyrir stóra mótið.

Skrifađ 11. febrúar, 2008
ALS