Hvidovre 2 tapađi síđasta leiknum í umspilinu

Hvidovre 2 hefur spilað sinn síðasta leik í umspili um hvaða lið haldast í þriðju deild næsta vetur. Liðið mætti í þessum síðasta leik Solrød Strand 4 og tapaði 6-7. Drífa Harðardóttir spilar með Hvidovre 2.

Drífa lék annan tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt í þessum leik.

Tvenndarleikinn lék hún með Benjamin Hansen gegn Fredrik Flindt og Tina Reese Sørensen. Dría og Hansen unnu 21-17, 21-18.

Tvíliðaleikinn lék hún með Jennifer Andersen gegn Amalie Cecilie Kudsk og Sarah Frederikke Vishart. Drífa og Andersen unnu eftir oddalotu 18-21, 21-14, 21-17.

Hvidovre 2 vann auk leikja Drífu fyrsta, annan og þriðja einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureigna Hvidovre 2 og Solrød Strand 4. Eftir þennan síðasta leik endaði Drive 2 í þriðja sæti umspilsins. Hvidovre 2 hélt sér því í 3. deild.

Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Skrifađ 31. mars, 2017
mg