Drive 2 heldur sér ekki uppi í ţriđju deild

Drive 2 hefur spilað sinn síðasta leik í umspili um hvaða lið haldast í þriðju deild næsta vetur. Liðið mætti í þessum síðasta leik Taastrup Elite. Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2.

Magnús Ingi lék ekki fyrir lið sitt í þessum leik en Drive 2 tapaði 5-8. Drive 2 vann fjórða einliðaleik karla, báða tvíliðaleiki kvenna og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureigna Drive 2 og Taastrup Elite. Eftir þennan síðasta leik endaði Drive 2 í sjöunda sæti umspilsins og fellur því um deild.

Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

 

Skrifađ 31. mars, 2017
mg