Valiđ í Sumarskólann

Landsliðsþjálfararnir Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson hafa valið hópinn sem fer í Sumarskóla Badminton Europe.

Skólinn er árlegt verkefni á vegum Badminton Europe og fer að þessu sinni fram í Podcetrtek í Slóveníu dagana 8. - 15. júlí næstkomandi. Þetta er í 36. skipti sem skólinn er haldinn. 

Hópinn skipa Brynjar Már Ellertsson ÍA, Andri Broddason TBR, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Í ár taka 46 leikmenn þátt frá 15 löndum. 

Þjálfaranámskeið er haldið á sama tíma á vegum BE. Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari fer sem fararstjóri íslenska hópsins og er einnig þátttakandi á þjálfaranámskeiðinu. 24 þjálfarar taka þátt í þjálfaranámskeiðinu og þeir koma frá 15 löndum. 

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.

Skrifađ 22. mars, 2017
mg