TBR-ingar til Rússlands

Staðfest var í dag á heimasíðu Badmintonsambands Evrópu að Evrópukeppni félagsliða í badminton (Europe Cup) verður haldin í Rússlandi 2008. Mótið fer fram á Ramenskoe svæðinu rétt fyrir utan höfuðborgina Moskvu 11.-15. júní. Það eru Íslandsmeistarar TBR sem munu keppa á mótinu fyrir Íslands hönd.

Evrópukeppni félagsliða 2007 fór fram í Hollandi. TBR varð í þriðja sæti í sínum riðli á mótinu og komst ekki áfram í úrsláttarkeppnina en það var rússneska liðið New League Primorye sem vann Evrópumeistaratitilinn. Smellið hér til að skoða úrslit Evrópukeppni félagsliða 2007.

Skrifað 7. febrúar, 2008
ALS