Úrslit Landsbankamóts ÍA

Landsbankamót ÍA var haldið um helgina en mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U15 til U19. Flokkar U11-U13 verða spilaðir á sunnudaginn kemur en fresta þurfti keppni í þeim vegna mikillar ófærðar.

Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir og úrslit úrslitaleikja:

Í flokki U15 vann Gústav Nilsson TBR í úrslitum Sigurð Patrik Fjalarsson KR í einliðaleik sveina 21-12, 21-13. Katrín Vala Einarsdóttir BH vann Karolinu Prus KR í úrslitum eftir oddalotu 21-23, 21-19, 21-13 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Tómas Sigurðarson TBR en þeir unnu í úrslitum Hákon Daða Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH 21-11, 21-13. Í tvíliðaleik meyja unnu Karolina Prus KR og Katrín Vala Einarsdóttir BH eftir odda í úrslitaleik gegn Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 21-18, 18-21, 21-17. Í tvenndarleik unnu Steinþór Emil Svavarsson og Katrín Vala Einarsdóttir BH en þau unnu í úrslitum Sigurð Patrik Fjalarsson og Karolinu Prus KR eftir oddalotu 21-19, 14-21, 21-15. Katrín Vala vann þrefalt á mótinu.

Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í úrslitum Brynjar Má Ellertsson ÍA 21-19, 21-9 í einliðaleik drengja. Halla María Gústafsdóttir BH vann Björk Orradóttur TBR í úrslitum í einliðaleik telpna 22-20, 21-18. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR Einar Sverrisson TBR og Þórð Skúlason BH í úrslitum 21-13, 21-13. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH Björk Orradóttur og Evu Margit Atladóttur 21-16, 21-17. Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS Bjarna Þór Sverrisson TBR og Unu Hrund Örvar BH í úrslitum eftir oddalotu 21-17, 19-21, 21-12.

Í flokki U19 vann Elvar Már Sturlaugsson ÍA Elís Þór Dansson TBR í úrslitum eftir oddalotu 15-21, 21-16, 21-12. Í einliðaleik stúlkna vann Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-14, 21-10. Í tvíliðaleik pilta unnu Elvar Már Sturlaugsson og Tómas Andri Jörgensson ÍA Elís Þór Dansson TBR og Símon Orra Jóhannsson ÍA 21-19, 21-11. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur ÍA og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-15 og 21-11. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH Elís Þór Dansson og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR 21-17, 21-13. Elvar vann því þrefalt á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Landsbankamóti ÍA.

Næsta mót á Dominos unglingamótaröðinni er Íslandsmót unglinga sem fer fram í TBR helgina 11. - 12. mars næstkomandi. Smellið hér til að sjá styrkleikalista unglinga.

 

Skrifað 27. febrúar, 2017
mg