TBR Rokkstjörnur eru Íslandsmeistarar félagsliđa

TBR Rokkstjörnur eru Íslandsmeistarar félagsliða. Arna Karen Jóhannsdóttir tryggði liði sínu sigur eftir æsispennandi leik við Sigríði Árnadóttur í TBR Veggnum. Leikur þeirra fór í odd og endaði með sigri Örnu 21-19, 20-22, 21-14. Með því tryggði hún liði sínu Íslandsmeistaratitilinn.

Íslandsmeistarar félagsliða 2017 - TBR Rokkstjörnur 

Lið TBR Rokkstjarna skipa Arna Karen Jóhannsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir, Kári Gunnarsson, Daníel Jóhannesson, Bjarki Stefánsson, Kjartan Pálsson og Andri Árnason.

Eins og áður sagði varð TBR Veggurinn í öðru sæti, í þriðja sæti urðu TBR/ÍA Öllarar, Landsbyggðin BH/ÍA varð í fjórða sæti og TBR Hleðsla í fimmta og síðasta sæti.

Smellið hér til að sjá úrslit í meistaradeild. 

Skrifađ 19. febrúar, 2017
mg