Úrslit RIG - Unglingameistaramóts TBR

RIG - Unglingameistaramót TBR var haldið um helgina en mótið var hluti af Reykjavík International Games 2017. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppandi frá Færeyjum voru 71 talsins.

Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Keppt var í riðlum í flokki U11. Í flokki U11A snáða vann Lucas Gardar frá Færeyjum en hann vann alla sjö leiki sína. Í flokki U11B snáða vann Óðin Á Mýrini frá Færeyjum en hann vann líka alla sjö leiki sína. Í flokki U11 snóta vann Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH sem vann alla sjö leiki sína.

Í flokki U13 sigraði Silas Jacobsen frá Færeyjum í einliðaleik hnokka en hann vann í úrslitum landa sinn, Nóa Eyðsteinson, 21-17, 21-19. Adhya Nandi frá Færeyjum vann löndu sína Bjarnhild Í Buð Justinussen í úrslitum 21-12, 21-18 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH í úrslitum Nóa Eyðsteinson og Trygvi Weihe frá Færeyjum eftir spennandi oddalotu 21-13, 23-25, 22-20. Í tvíliðaleik táta unnu Adhya Nandi og Bjarnhild Í Buð Justinussen frá Færeyjum í úrslitum Oddbjörg Í Buð Justinussen og Ranja Joensen frá Færeyjum 21-15, 21-5. Í tvenndarleik unnu Silas Jacobsen og Bjarnhild Í Buð frá Færeyjum Gabríel Inga Helgason BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA í úrslitum eftir oddalotu 21-16, 19-21, 21-10.

Í flokki U15 vann Ari Nandy frá Færeyjum landa sinn Rúni Øster 21-14, 21-5 í einliðaleik sveina. Emelia Petersen Norberg TBR vann Lena Maria Joensen frá Færeyjum í úrslitum 21-17, 21-11 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Tómas Sigurðarson TBR úrslitum Kristian Matras Simonsen og Tótur Paulason eftir oddalotu 15-21, 21-13, 21-15. Í tvíliðaleik meyja unnu Lena Maria Joensen og Miriam Í Grótinum frá Færeyjum í úrslitum Önnu Alexöndru Petersen og Eleliu Petersen Norberg TBR eftir oddalotu 21-17, 18-21, 21-19. Í tvenndarleik unnu systkinin Ari og Adhya Nandi frá Færeyjum í úrslitum Rúni Øster og Miriam Í Grótinum frá Færeyjum 21-15, 21-11.

Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í úrslitum Einar Sverrisson TBR 21-14, 21-18 í einliðaleik drengja. Andrea Nilsdóttir TBR vann í úrslitum Þórunni Eylands TBR 21-10, 24-22 í úrslitaleik einliðaleiks telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason í úrslitum Daníel Ísak Steinarsson BH og Einar Sverrisson TBR 21-14, 21-19. Í tvíliðaleik telpna unnu Mona Rasmusdóttir og Sissal Thomsen frá Færeyjum í úrslitum Höllu Maríu Gústafsdóttur og Unu Hrund Örvar BH eftir oddalotu 19-21, 21-15, 21-15. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR í úrslitum Bjarna Þór Sverrisson TBR og Unu Hrund Örvar BH eftir oddalotu 21-17, 13-21, 21-18.

Í flokki U19 vann Bartal Poulsen frá Færeyjum Davíð Bjarna Björnsson TBR í úrslitum eftir oddalotu 20-22, 21-18, 21-15 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Harpa Hilmisdóttir BH en í flokknum var spilað í riðli og Harpa vann alla leiki sína. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Atli Tómasson í úrslitum Bartal Poulsen og Rani Í Bö 21-15, 21-14. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Andrea Nilsdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir BH en keppt var í riðli í flokknum. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Bartal Poulsen frá Færeyjum og Elemia Petersen Norberg TBR í úrslitum þau Davíð Bjarna Björnsson TBR og Hörpu Hilmisdóttur BH 21-16, 21-17.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á RIG - Unglingameistaramóti TBR. Smellið hér til að sjá myndir frá mótinu en þær má finna á Facebook síðu TBR.

Skrifað 7. febrúar, 2017
mg