Drive 2 tapaði fyrir Charlottenlund

Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 í vetur. Liðið leikur nú um hvort það falli úr þriðju deild en spilað er í tveimur riðlum. Um helgina lék Drive2 gegn Charlottenlund. Magnús Ingi lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Drive2 tapaði 6-7. 

Tvenndarleikinn lék Magnús Ingi með Lea Elm Jensen gegn Sebastian Kjær og Julie Roll. Magnús og Jensen unnu eftir oddalotu 14-21, 21-16, 21-15.

Tvíliðaleikinn lék hann með Michael Ihde. Þeir mættu Kristoffer Stampe og Casper Haas Simonsen sem unnu 21-9, 21-13.

Drive 2 vann auk leiks Magnúsar annan tvenndarleik, annan einliðaleik kvenna, annan einliðaleik karla auk fyrsta tvíliðaleiks kvenna.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureigna Drive 2 og Charlottenlund.

Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 25. febrúar gegn Lilleröd 2.

Skrifað 2. febrúar, 2017
mg