Úrslit RIG - Iceland International

Úrslit RIG - Iceland International fóru fram í TBR í dag.

Subhankar Dey vann einliðaleik karla þegar hann lagði Finnann Kalle Koljonen 21-11, 21-17.

Li Lian Yang frá Malasíu vann löndu sína Lyddia Yi Yu Cheah 21-8, 21-11.

Tvíliðaleikur karla var æsispennandi og endaði með sigri Pólverjanna Pawel Pradzinski og Jan Rudzinski en þeir unnu Zach Russ og Steven Stallwood frá Englandi 24-22, 10-21, 21-16.

Malasísku stöllurnar Yang og Cheah unnu Grace King og Hope Warner frá Englandi örugglega í tvíliðaleik kvenna 21-6, 21-16.

Í tvenndarleik unnu Callum Hemming og Fee Teng Liew frá Englandi en þau lögðu samlanda sína Steven Stallwood og Hope Warner eftir oddalotu 19-21, 21-16, 21-11.

Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Badmintonsambands Íslands.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu. 

Skrifað 29. janúar, 2017
mg