Undanúrslit RIG - Iceland International

Undanúrslit RIG - Iceland International fóru fram nú síðdegis í TBR.

Subhankar Dey frá Indlandi sló Kim Bruun frá Danmörku út en hann vann 14-21, 21-16, 21-17. Kim Bruun vann mótið í fyrra og var talinn sigurstranglegastur fyrir mótið en honum var raðað númer eitt inn í mótið. Kalle Koljonen frá Finnlandi vann Sam Parsons frá Englandi 21-17 og 21-12. Dey og Koljonen mætast í úrslitum á morgun.

Í einliðaleik kvenna vann Lyddia Yi Yu Cheah frá Malasíu Nicola Cerfontyne frá Englandi  21-17, 21-9. Cenfontyne hafði slegið út Georgina Bland sem var raðað númer eitt inn í greinina. Cheah er raðað númer sjö inn í greinina. Í hinum undanúrslitaleiknum vann samlanda hennar, Li Lian Yang Margréti Jóhannsdóttur 21-10, 21-9. Þær malasísku mætast því í úrslitum.

Zach Russ og Steven Stallwood unnu Max Flynn og David Jones 21-19, 21-16. Pawel Pradzinski og Jan Rudzinski frá Póllandi unnu bræðurna Fredrik og Jesper Kristensen frá Noregi 21-19, 21-18. Þeir mæta því Englendingunum í úrslitum.

Í tvíliðaleik kvenna unnu þær malasísku ensku stúlkurnar Fee Teng Liew og Lizzie Tolman 21-14, 21-14. Grace King og Hope Warner frá Englandi unnu samlöndur sínar Sian Kelly og Annie Lado 24-22, 21-18.

Steven Stallwood og Hope Warner slógu Jeppe Ludvigsen og Astrid Molander frá Danmörku út í undanúrslitum 21-11, 21-18. Þau mæta í úrslitum Callum Hemming og Fee Teng Liew frá Englandi sem unnu Ethan Van Leeuwen og Sian Kelly frá Englandi 21-8, 21-17.

Úrslitin hefjast á morgun klukkan 10. Leikjaniðurröðun er eftirfarandi: Einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla, tvíliðaleikur kvenna, einliðaleikur karla, tvenndarleikur. 

 

Skrifað 28. janúar, 2017
mg