Þriðji dagur RIG - Iceland International

Í morgun voru leikin átta liða úrslit á RIG - Iceland International mótinu í TBR.

Eftir marga mjög spennandi leiki komust Kim Bruun frá Danmörku, sigurvegari mótsins árið 2016, Subhankar Dey frá Indlandi, Sam Parsons frá Englandi og Kalle Koljonen frá Finnlandi í undanúrslit. Undanúrslit verða leikin seinna í dag.

Í einliðaleik kvenna leika í undanúrslitum Nicola Cerfontyne frá Englandi, Lyddia Yi Yu Cheach frá Malasíu, Li Lian Yang frá Malasíu og Margrét Jóhannsdóttir. Glæsilegur árangur hjá Margréti að komast svona langt.

Í tvíliðaleik karla spila Zach Russ og Steven Stallwood frá Englandi, Max Flynn og David Jones frá Englandi - en bæði þessi pör voru ekki með röðun inn í mótið, Pawel Pradzinski og Jan Rudzinski frá Póllandi og Fredrik og Jesper Kristensen frá Noregi.

Í tvíliðaleik kvenna komust í undanúrlist malasísku stúlkurnar Lyddia Yi Yu Cheach og Li Lian Yang, Tee Teng Liew og Lizzie Tolman frá Englandi, Grace King og Hope Warner frá Englandi og Sian Kelly og Annie Lado frá Englandi.

Í undanúrslitum í tvenndarleik mæta Steven Stallwood og Hope Warner frá Englandi Jeppe Ludvigsen og Astrid Molander frá Danmörku annars vegar og Ethan Van Leeuwen og Sian Kelly frá Englandi og Callum Hemming og Fee Teng Liew frá Englandi hins vegar.

Skrifað 28. janúar, 2017
mg