Annar dagur RIG - Iceland International

Annar dagur RIG - Iceland International fór fram í TBR í dag. Leiknar voru fyrstu umferðir í öllum greinum.

Í einliðaleik karla komust þeir sem var raðað í fyrstu fjögur sætin áfram í keppninni.

Í einliðaleik kvenna komst Margrét Jóhannsdóttir áfram í átta liða úrslit og er hún eini íslenski keppandinn í einliðaleik sem komst svo langt í keppninni.

Í tvíliðaleik karla komust Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson áfram sem og Eiður Ísak Broddason og Daníel Jóhannesson. Tómas Björn Guðmundsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson fengu leik gefinn og spila einnig í átta liða úrslitum.

Í tvíliðaleik kvenna spila í átta liða úrslitum Margrét Jóhannsdóttir og Drífa Harðardóttir annars vegar og Sigríður Árnadóttir og Astrid Molander frá Danmörku hins vegar. 

Það eru engir íslenskir keppendur í átta liða úrslitum í tvenndarleik. 

Á morgun fara átta liða úrslit fram og eftir hlé fara undanúrslit fram.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins. Smellið hér til að sjá myndir frá mótinu. 

 

Skrifað 27. janúar, 2017
mg