Drive 2 enda­i Ý sj÷tta sŠti ri­ilsins

Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 í vetur. Liðið er í riðli 4 í þriðju deild í Danmörku. Drive 2 mætti Karlslundi í síðasta leiknum í riðlinum og tapaði 3-10. Magnús Ingi lék anna tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt í þessum leik.

Tvenndarleikinn lék Magnús Ingi með Lea Elm Jensen gegn Kim Nielsen og Mia Lentfer. Magnús og Jensen töpuðu 20-22, 17-21.

Tvíliðaleikinn lék hann með Christian Westergaard Nielsen. Þeir mættu Gregers Schytt og Kennerh Mogensen sem unnu 21-19, 21-18.

Drive 2 vann annan og fjórða einliðaleik karla auk annars tvíliðaleiks kvenna.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureigna Drive 2 og Karlslunde.

Eftir alla leiki riðilsins endar Drive 2 í sjötta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá lokastöðuna í riðlinum.

Drive 2 mun nú á vorönn spila um hvort liðið falli úr þriðju deild. Næsti leikur liðsins er laugardaginn 28. janúar gegn Charlottenlund.

Skrifa­ 16. jan˙ar, 2017
mg