Nýr heimslisti - Ragna númer 54

Alþjóða badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir hefur fallið um eitt sæti síðan í síðustu viku og er nú númer 54 á listanum og númer 20 ef aðeins eru skoðaðir leikmenn frá Evrópu.

Miðað við úttektir Badmintonsambands Evrópu á heimslistanum er síðasti Evrópubúinn í einliðaleik kvenna að komast inn á Ólympíuleika í sæti 66. Ragna er því enn sem komið er í góðum málum varðandi það að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Baráttan fram til 1.maí verður þó hörð og mun Ragna halda áfram að taka þátt í mótum víðsvegar um heiminn til að tryggja sér þátttöku á Ólympíuleikunum í sumar.

Stefnan er tekin á eftir farandi mót næstu vikurnar:

  • Evrópumót landsliða 12.-17.febrúar - Hollandi
  • Austrian International 20.-23.febrúar - Vín
  • Croatian International 6.-9.mars - Zagreb
  • Portuguese International 13.-16.mars - Caldas da Rainha.
Skrifað 7. febrúar, 2008
ALS