Úrslit Meistaramóts TBR

Áttunda mót Dominosmótaraðar BSÍ, Meistaramót TBR 2017, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki vann Eiður Ísak Broddason TBR en hann vann í úrslitum Kristófer Darra Finnsson TBR í einliðaleik karla, eftir oddalotu, 22-24, 21-14, 21-13. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún vann í úrslitum Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 21-13, 21-12. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR eftir oddalotu 18-21, 21-8, 23-21. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR en þær unnu Elsu Nielsen og Sunnu Ösp Rúnólfsdóttur TBR 21-14, 21-16. Tvenndarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur TBR 21-11, 21-8.

Í A-flokki sigraði Þórður Skúlason BH í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Daníel Ísak Steinarsson BH 21-19, 21-14. Í einliðaleik kvenna vann Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH Katrínu Völu Einarsdóttur BH 21-16, 21-13. Tvíliðaleik karla unnu Haraldur Guðmundson og Jón Sigurðsson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Egil Sigurðsson TBR og Þórhall Einisson Hamri 21-17, 21-19. Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri unnu tvíliðaleik kvenna en þær unnu í úrslitum Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu 21-14, 21-19. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnardóttir TBR eftir sigur á Þórhalli Einissyni og Hrund Guðmundsdóttur Hamri í úrslitum 21-12, 24-22.

Víðir Þór Þrastarson Aftureldingu sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann í úrslitum Andra Broddason TBR 21-9, 21-8. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR BH sigraði einliðaleik kvenna í B-flokki en hún vann í úrslitum Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-17, 22-20. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Víðir Þór Þrastarson Aftureldingu en þeir unnu í úrslitaleiknum Egil Magnússon og Hall Helgason Aftureldingu 21-12, 21-14. Tvíliðaleik kvenna unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Björk Orradóttur og Evu Margit Atladóttur TBR 21-16, 23-21. Tvenndarleik unnu Víðir Þór Þrastarson og Harpa Gísladóttir Aftureldingu en þau unnu Kristján Kristjánsson BH í úrslitum 21-17 og 21-10.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti TBR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu TBR.
Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ er Óskarsmót KR 11. - 12. febrúar. Deildakeppni BSÍ fer fram helgina 17. - 19. febrúar.

Skrifað 10. janúar, 2017
mg