Badmintonáriđ 2016

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2016 og nú um áramót eru helstu viðburðir ársins rifjaðir upp.

Janúar

Árið hófst á sjöunda móti Dominosmótaraðar BSÍ, Meistaramóti TBR. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki vann Kári Gunnarsson í einliðaleik karla og Margrét Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Daninn Jeppe Ludvigsen og Magnús Ingi Helgason TBR.. Tvíliðaleik kvenna unnu Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Pétur Hemmingsen TBR í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson og Sigurjón Jóhannsson TBR og Áslaug Jónsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri unnu tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleikinn unnu Geir Svanbjörnsson og Áslaug Jónsdóttir TBR. Eysteinn Högnason TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki og Halla María Gústafsdóttir BH sigraði einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson og Víðir Þór Þrastarson UMF Þór. Tvíliðaleik kvenna unnu Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Elís Þór Dansson TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu.

RIG - Unglingameistaramót TBR var haldið í janúar en mótið var hluti af Reykjavík International Games 2016. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 52 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U11A snáða vann Nóa Eyðsteinson frá Færeyjum og í flokki U11B snáða vann Daníel Smári Einarsson TBR. Í flokki U11 snóta vann Oddbjørg Í Buð Justinussen frá Færeyjum. Í flokki U13 sigraði Jón Hrafn Barkarson TBR í einliðaleik hnokka og Adhya Nandi frá Færeyjum vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árni Arnarsson TBR og í tvíliðaleik táta unnu Adhya Nandi og Miriam Í Grótinum frá Færeyjum. Í tvenndarleik unnu Jón Hrafn Barkarson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Jón Hrafn vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Jonas Djuurhus frá Færeyjum í einliðaleik sveina og Sissal Thomsen frá Færeyjum vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik unnu Færeyingar einnig. Í flokki sveina unnu Árant Á Mýruni og Jónas Djuurhus en í flokki meyja unnu Mona Rasmussdóttir og Sissal Thomsen. Í tvenndarleik unnu Jónas Djuurhus og Sissal Thomsen frá Færeyjum. Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í einliðaleik drengja og Gunnva Jacobsen frá Færeyjum vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR og í tvíliðaleik telpna unnu Gunnva Jacobsen og Julia Carlsson frá Færeyjum. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik pilta og í einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Pálmi Guðfinnsson TBR. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Pálmi Guðfinnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Arna Karen vann þrefalt á mótinu.

Iceland International mótið var einnig hluti af Reykjavík International Games. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badminton-sambandsins. Alls tóku 183 keppendur frá 29 löndum þátt í mótinu, 124 erlendir og 59 íslenskir. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta. Í einliðaleik karla vann Kim Bruun frá Danmörku. Í einliðaleik kvenna vann Julie Dawall Jakobsen frá Danmörku. Í tvíliðaleik karla stóðu Christopher Coles frá Englandi og Asam Hall frá Skotlandi uppi sem sigurvegarar. Tvíliðaleik kvenna unnu Jessica Pugh og Sarah Walker frá Englandi. Tvenndarleikinn unnu Anton Kaisti frá Finnlandi og Cheryl Seinen frá Hollandi. Mótið var mjög vel heppnað en um 60 starfsmenn komu að framkvæmd mótsins.
Fært var á milli flokka í janúar. Í A-flokk voru færð Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH, Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH og Ólafur Örn Guðmundsson BH.

Febrúar

Kári Gunnarsson tók þátt í MBBC USA International mótinu sem var haldið í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann keppti í fyrstu umferð gegn Dean Schoppe frá Bandaríkjunum. Kári vann hann auðveldlega 21-8, 21-6. Í annarri umferð mætti Kári Howard Shu sem er einnig frá Bandaríkjunum og er númer 64 á heimslista. Kári átti mjög góðan leik en tapaði naumlega í oddalotu 15-21, 22-20, 20-22. Kári lauk þar með þátttöku í mótinu.

Óskarsmót KR var haldið í febrúar. Mótið er innan Dominosmótaraðar BSÍ og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í flestum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki vann Daníel Jóhannesson TBR og í einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Atli Jóhannesson og Davíð Bjarni Björnsson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Elsa Nielsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Jón Sigurðsson TBR í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Þórunn Eylands TBR. Tvíliðaleik karla unnu Andri Árnason TBR og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH. Tvíliðaleik kvenna unnu Áslaug Jónsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Tvenndarleik unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Eysteinn Högnason TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu vann í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH og tvíliðaleik kvenna unnu Sólveig Ósk Jónsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu.

Landsbankamót ÍA var haldið í febrúar en mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Jón Hrafn Barkarson TBR í einliðaleik hnokka og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Guðmundur Hermann Lárusson og Jón Hrafn Barkarson TBR og í tvíliðaleik táta unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Jón Hrafn Barkarson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Jón Hrafn vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA í einliðaleik sveina og Karolina Prus KR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR og í tvíliðaleik meyja unnu Halla María Gústafsdóttur og Una Hrund Örvar BH. Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Brynjar Már vann þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Einar Sverrisson TBR í einliðaleik drengja. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR og í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands. Einar vann þrefalt á mótinu. Í flokki U19 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Pálmi Guðfinnsson TBR og í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Pálmi Guðfinnsson og Margrét Nilsdóttir TBR.

Unglingamót Þórs fór fram í febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Á mótinu, sem var B og C mót, var keppt í flokkum U11 til U19. Keppendur voru 82 frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, Samherjum, TBS, UMFS og UMF Þór.

Deildakeppnin var haldin í febrúar að vanda. Alls voru 15 lið skráð til leiks. Leikin var 31 viðureign og 256 leikir í keppninni. Íslandsmeistari félagsliða varð TBR Elding. Liðið skipa Kári Gunnarsson, Pálmi Guðfinnsson, Sigurður Sverrir Gunnarsson, Bjarki Stefánsson, Kjartan Pálsson, Arna Karen Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir. TBR vann sér með því inn keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða sem fer fram í sumar. TBR Ægir varð í öðru sæti, TBR Naggrísir í þriðja sæti og BH/ÍA Landsbyggðin í því fjórða. TBR/Hamar Sleggjur 1 urðu í fyrsta sæti í A-deild og þar með Íslandsmeistarar í A-deild. Lið TBR/Hamars Sleggja 1 skipa Jón Sigurðsson, Haraldur Guðmundson, Þórhallur Einisson, Egill Sigurðsson, Gunnar Bjarki Björnsson, Geir Svanbjörnsson, Hans Adolf Hjartarson, Árni Haraldsson, Georg Hansen, Áslaug Jónsdóttir, Hrund Guðmundsdóttir, Þóra Bjarnadóttir, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir. Í öðru sæti urðu TBR Slátrarar, í þriðja sæti BH Grape og í fjórða sæti BH/ÍA Landsbyggðin. TBR/Hamar Sleggjur 2 eru Íslandsmeistarar liða í B-deild en liðið vann í úrslitum TBR/UMFA Hákarla. TBR/Hamar Sleggjur 2 skipa Þorvaldur Einarsson, Sigurður Ingi Pálsson, Eggert Þorgrímsson, Hallur Helgason, Birgir Hilmarsson, Jón Matthíasson, Jónas Skúlason, Páll Ásgeir Guðmundsson, Gunnar Örn Ingólfsson, Sigrún Marteinsdóttir, Bjarndís Helga Blöndal, Heiðdís Snorradóttir, María Ólafsdóttir og Elín Wang. Í öðru sæti urðu því TBR/UMFA Hákarlar, í þriðja sæti BH Naglarnir og í fjórða sæti ÍA/UMFS/UMFA Afmælisbörnin. Í fimmta sæti höfnuðu TBR Englar, BH geiturnar í því sjötta og TBR Plútó í sjöunda sæti.

Tinna Helgadóttir valdi leikmenn í Afrekshóp Badmintonsambands Íslands í febrúar. Valið gildir til 1. júlí en þá verður nýr hópur tilkynntur. Til að komast í Afrekshópinn þurfa leikmenn að uppfylla ákveðnar kröfur landsliðsþjálfara um æfingar, frammistöðu og fleira. Leikmenn í Afrekshópi eru Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Kári Gunnarsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR.

Mars

Íslandsmót unglinga var haldið í TBR í mars. Mótið er innan Dominos unglingamótaraðar og gaf stig á styrkleikalista unglinga. ÍA hélt mótið þetta árið í samstarfi við BSÍ. Keppendur voru 168 talsins frá tíu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR, TBS, UMF Skallagrími og UMF Þór. Spilaðir voru 308 leikir. Mótsstjóri var Egill G. Guðlaugsson. Þrír leikmenn náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar; Jón Hrafn Barkarson TBR U13, Andrea Nilsdóttir TBR U15 og Brynjar Már Ellertsson. Lið KR var valið prúðasta lið mótsins. Íslandsmeistarar unglinga 2016 eru: U-11 einliðaleikur: Arnar Svanur Huldarsson BH og Lilja Bu TBR. U-11 tvíliðaleikur: Máni Berg Ellertsson ÍA og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. U13 einliðaleikur: Jón Hrafn Barkarson TBR og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. U13 tvíliðaleikur: Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árni Arnarson TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. U13 tvenndarleikur: Jón Hrafn Barkarson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. U15 einliðaleikur: Brynjar Már Ellertsson ÍA og Andrea Nilsdóttir TBR. U15 tvíliðaleikur: Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR og Andrea Nilsdóttir TBR og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. U15 tvenndarleikur: Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. U17 einliðaleikur: Daníel Ísak Steinarsson TBR og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. U17 tvíliðaleikur: Jóhannes Orri Ólafsson KR og Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA. U17 tvenndarleikur: Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. U19 einliðaleikur: Pálmi Guðfinnsson TBR og Alda Karen Jónsdóttir TBR. U19 tvíliðaleikur: Davíð Bjarni Björnsson og Pálmi Guðfinnsson TBR og Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. U19 tvenndarleikur: Davíð Bjarni Björnsson og Margrét Nilsdóttir TBR.

Reykjavíkurmót fullorðinna var í mars. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki nema einliða- og tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista. Í meistaraflokki stóð Kári Gunnarsson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla og Sara Högnadóttir TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna. Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR eru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla og Rakel Jóhannesdóttir og Sara Högnadóttir TBR í tvíliðaleik kvenna. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik eru Daníel Jóhannesson og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Kári Gunnarsson, Sara Högnadóttir og Rakel Jóhannesdóttir eru því tvöfaldur Reykjavíkurmeistarar. Í A-flokki sigraði Sigurður Eðvarð Ólafsson BH í einliðaleik karla. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Egill Sigurðsson og Jón Sigurðsson TBR. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki eru Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Jón Sigurðsson er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari. Kristinn Breki Hauksson er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki og Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR og í tvíliðaleik kvenna í B-flokki eru Katrín Vala Einarsdóttir og Una Hrund Örvar BH. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Hallur Helgason og Arndís Sævarsdóttir Aftureldingu.

Kári Gunnarsson tók einnig þátt í Orleans International mótinu í Frakklandi í mars. Hann keppti í forkeppni einliðaleiks karla og mætti í fyrstu umferð Mikael Westerback frá Svíþjóð. Westerback vann Kára 21-16 og 21-10 og með því lauk þátttöku Kára í mótinu.

Evrópukeppni U17 landsliða var haldið í Póllandi í mars. Landslið U17 skipuðu Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Einar Sverrisson TBR, Eysteinn Högnason TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR. Evrópukeppnin var bæði liða- og einstaklingskeppni. Alls tóku 33 lönd þátt og 212 keppendur. Leikum Íslands lauk svo: Ísland 0 - 5 Svíþjóð, Ísland 0 - 5 Holland, Ísland 0 - 5 Sviss.

Apríl

Í apríl fór Meistaramót Íslands fram í TBR húsinu við Gnoðarvog. Mótið var hluti af Dominosmótaröð BSÍ og gaf stig á styrkleikalista. Til keppni voru skráðir 133 leikmenn frá níu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, TBR, Samherjum, UMFS og UMF Þór. Flestir keppendur komu úr TBR eða 71 en næst fjölmennastir voru BH-ingar sem voru 27 talsins. Íslandsmeistarar í meistaraflokki urðu: Í einliðaleik Kári Gunnarsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR og Drífa Harðardóttir og Rakel Jóhannesdóttir ÍA/TBR. Í tvenndarleik: Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Íslandsmeistarar í A-flokki urðu: Atli Tómasson TBR og Þórunn Eylands TBR. Í tvíliðaleik: Atli Tómasson og Vignir Haraldsson TBR og Guðríður Þóra Gísladóttir og Sigrún Einarsdóttir TBR. Í tvenndarleik: Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR. Íslandsmeistarar í B-flokki urðu: Í einliðaleik: Einar Sverrisson TBR og Katrín Vala Einarsdóttir BH. Í tvíliðaleik: Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR og Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik: Elís Þór Dansson og Svanfríður Oddgeirsdóttir TBR/Aftureldingu. Íslandsmeistari í einliðaleik í Æðstaflokki var Árni Haraldsson TBR. Íslandsmeistari í einliðaleik í Heiðursflokki var Hrólfur Jónsson TBR og í tvíliðaleik Gunnar Bollason og Haraldur Kornelíusson TBR.

Í apríl fór Íslandsmót unglingaliða fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið var haldið í samvinnu við BH en þetta er í annað sinn sem mótið er Íslandsmót en áður var það liðakeppni unglinga, haldið af BH. Alls tóku 17 lið þátt í mótinu, sex lið í flokki U11, fjögur lið í flokki U13A og fjögur lið í flokki U13B. Þrjú lið tóku þátt í flokki U15. Íslandsmeistarar í flokki U11 eru TBR-Y. TBR-Y skipuðu Eiríkur Tumi Briem, Daníel Máni Einarsson, Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir. Íslandsmeistarar í flokki U13B eru TBR-Æ. Leikmenn TBR-Æ voru Jóhann Daði Valdimarsson, Smári Sigurðsson, Gylfi Huginn Harðarson, Andri Freyr Haraldsson og Hanna Margrét Pétursdóttir. Íslandsmeistarar í flokki U13A eru TBR-Þ en liðið skipuðu Gústav Nilsson, Magnús Geir Ólafsson, Stefán Árni Arnarsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir . Íslandsmeistarar í flokki U15A eru TBR-Ö. TBR-Ö skipuðu Andri Broddason, Tómas Sigurðsson, Andrea Nilsdóttir og Lív Karlsdóttir.

Evrópukeppni einstaklinga var haldin í Frakklandi í lok apríl. Tveir íslenskir leikmenn unnu sér inn þátttökurétt og tóku þátt í mótinu, Kári Gunnarsson og Sara Högnadóttir. Þau léku sitt hvorn leikinn og töpuðu og luku þar með keppni.

Landsliðsþjálfarar völdu í apríl þátttakendur fyrir Íslands hönd í æfingabúðir sumarsins. Í Sumarskóla Badminton Europe í Slóveníu fara Bjarni Þór Sverrisson TBR, Einar Sverrisson TBR, Eysteinn Högnason TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR. Irena Rut Jónsdóttir ÍA fer á þjálfaranámskeið og verður jafnframt fararstjóri hópsins. Í Nordic Camp í Svíþjóð fara Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Anna Margrét Guðmundsdóttir BH og Þorkell Ingi Eriksson TBR fara sem þjálfarar og fararstjórar hópsins.

Fært var á mill flokka í lok apríl. Þessir voru færðir á milli flokka. Í A-flokk færðust Halla María Gústafsdóttir BH, Guðríður Þóra Gísladóttir TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Una Hrund Örvar BH, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson TBR, Einar Sverrisson TBR, Eysteinn Högnason TBR, Hans A. Hjartarson TBR, Jón Sigurðsson TBR, Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu og Þórður Skúlason BH. Í Meistaraflokk færðust Andrea Nilsdóttir TBR, Margrét Nilsdóttir TBR, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA, Þórunn Eylands TBR, Atli Tómasson TBR og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH.

Kristján Daníelsson sat ársþing evrópska badmintonsambandsins í Slóveníu í apríl.

Skrifað var undir áframhaldandi samstarfssamning við Toyota í apríl. Samningurinn er til tveggja ára.

Maí

Ársþing Badmintonsambands Íslands var haldið í maí. Þetta 48. þing fór í alla staði vel fram og var því stýrt vel og örugglega af þingforsetanum Herði Þorsteinssyni. Fulltrúar frá sjö héraðssamböndum og Íþróttabandalögum sóttu þingið. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Valgeir Magnússon og Þórhallur Einisson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa en Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson og Vignir Sigurðsson sitja áfram í stjórn stað auk Kristjáns Daníelssonar formanns. Nýir í stjórn eru Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, Hrund Guðmundsdóttir og Ívar Oddsson sem öll voru kosin til tveggja ára. Stjórn Badmintonsambands Íslands 2016-2018 skipa því eftirfarandi einstaklingar: Kristján Daníelsson, formaður, Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson, Hrund Guðmundsdóttir, Ívar Oddsson og Vignir Sigurðsson. Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Dominos veitti verðlaun stigahæstu leikmönnum í Dominosdeildinni í Meistaraflokki á tímabilinu 2014-2015 og 2015-2016. Verðlaunin hlutu fyrir tímabilið 2014-2015: Í einliðaleik kvenna Sara Högnadóttir TBR, í einliðaleik karla Atli Jóhannesson TBR, í tvíliðaleik kvenna Sara Högnadóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR, í tvíliðaleik karla Atli Jóhannesson TBR og Daníel Thomsen TBR og í tvenndarleik Snjólaug Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen. Verðlaunin hlutu fyrir tímabilið 2015-2016: Í einliðaleik kvenna Margrét Jóhannsdóttir TBR, í einliðaleik karla Kári Gunnarsson TBR, í tvíliðaleik kvenna Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR, í tvíliðaleik karla Atli Jóhannesson TBR og Davíð Bjarni Björnsson TBR og í tvenndarleik Margrét Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen. Tekin voru fyrir málefni sem lágu fyrir þinginu. Lagabreytingartillögur voru samþykktar en ný lög Badmintonsambandsins má nálgast á heimasíðu sambandsins Afreksstefna fyrir árin 2016 - 2024 var tekin fyrir á þingi og samþykkt. Stefnuna má einnig nálgast á heimasíðu sambandsins. Badmintonsamband Íslands þakkar fulltrúum allra aðildarfélaga, þjálfurum, dómurum, keppendum og öllum iðkendum íþróttarinnar öllum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Tinna Helgadóttir valdi þátttakendur fyrir Íslands hönd í North Atlantic æfingabúðirnar sem verða haldnar á Íslandi í júlí. Hún valdi: Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Stefán Árna Arnarsson TBR, Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR, Andreu Nilsdóttur TBR, Þórð Skúlason BH, Höllu Maríu Gústafsdóttur BH og Baldur Einarsson TBR. Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma en fyrir Íslands hönd taka Þorkell Ingi Eriksson og Anna Margrét Guðmundsdóttir þátt í því.

Júní

Afrekshópur Badmintonsambands Íslands tók þátt í Alþjóðlega litháenska og Alþjóðlega lettneska mótunum í júní. Á milli mótanna fóru þau til Danmerkur og æfðu þar undir stjórn Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara.
TBR tók þátt í í Evrópukeppni félagsliða í júní en keppnin fór fram í Tours í Frakklandi.

Júlí

Sumarskóli Badminton Europe fór að þessu sinni fram í Slóveníu annað árið í röð en þetta er í 34. skipti sem skólinn er haldinn. Fimm þátttakendur fóru frá Íslandi, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA, Þórunn Eylands TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Einar Sverrisson TBR og Eysteinn Högnason TBR. Irena Rut Jónsdóttir ÍA fór með hópnum sem fararstjóri. Alls tóku 56 leikmenn þátt í skólanum auk 29 þjálfara sem sóttu þjálfaranámskeið á sama tíma.

North Atlantic æfingabúðuirnar voru haldnar á Akranesi í júlí en þetta var í áttunda sinn sem búðirnar eru haldnar fyrir afrekskrakka í badminton frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.. Æfingarnar voru strembnar og krefjandi og stóðu frá morgni til kvölds með hléum til að borða. Þá var einnig farið í badmintonleiki. Einn daginn var farið í ferðalag. Þá heimsóttu þátttakendur Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Svo var endað í skógræktinni á Akranesi og þar var grillað. Þátttakendur voru 23 talsins frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi auk þess sem sjö þjálfarar sóttu þjálfaranámskeið. Yfirþjálfarar voru Boxiao Pan frá Svíþjóð og Tinna Helgadóttir. Þátttakendur frá Íslandi voru María Rún Ellertsdóttir ÍA, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Þórður Skúlason TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Baldur Einarsson TBR og Stefán Árni Arnarsson TBR. Meðfram búðunum var haldið þjálfaranámskeið sem Anna Margrét Guðmundsdóttir BH, Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR tóka þátt í. Við þökkum Badmintonfélagi Akraness kærlega fyrir að halda búðirnar.

Badmintonsamband Íslands bauð leikmönnum fæddum á árunum 2000 - 2007 að skrá sig í þriggja daga æfingabúðir í lok júlí. Búðirnar fóru fram í TBR. Leikmenn sem voru á meðal fjögurra stigahæstu leikmanna í einliðaleik á styrkleikalista unglinga, í sínum árangi, höfðu möguleika á að skrá sig en í boði voru 32 pláss, fjögur á hvern árgang. Í æfingabúðunum var lögð áhersla á tækniæfingar, fótaburð og líkamlegt atgervi. Þjálfarar voru Tinna Helgadóttir og Jeppe Ludvigsen.

Ágúst

Tinna Helgadóttir valdi í Afrekshóp Badmintonsambandsins í byrjun ágústmánaðar. Valið gildir til janúar 2017. Eftirtaldir leikmenn voru valdir í hópinn: Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Þórunn Eylands TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR.

Nordic Camp æfingabúðirnar fóru fram í Malmö í Svíþjóð í ágúst. Fyrir hönd Íslands tóku þátt Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Anna Margrét Guðmundsdóttir þjálfari BH og Þorkell Ingi Eriksson TBR fóru á þjálfaranámskeið sem var haldið meðfram búðunum. Yfirþjálfari var Boxiao Pan unglingalandsliðsþjálfari Svíþjóðar.
Badmintonsamband Íslands stóð fyrir þjálfaranámskeiði helgina 27. - 28. ágúst. Námskeiðið fór fram í TBR. Áhersla varr lögð á þjálfun yngri barna, hæfileikamótun og æfingaumhverfi. Kennari á námskeiðinu var Tinna Helgadóttir. Námskeiðið var mjög vel sótt og mikil ánægja var á meðal þátttakenda með námskeiðið.

September

Sjö keppendur frá Íslandi tóku þátt í Slovak Open í september; Margrét Jóhannsdóttir, Arna Karen Jóhannsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Davíð Bjarni Björnsson, Eiður Ísak Broddason, Jónas Baldursson og Kristófer Darri Finnsson. Í mótinu var spilað eftir kerfi þar sem þarf að vinna þrjár lotur upp í 11 og með tveggja stiga muni. Eiður Ísak lék í forkeppni einliðaleiks karla gegn Filimon Collins-Valentine frá Rúmeníu og tapaði naumlega 8-11, 12-10 og 9-11. Davíð Bjarni tapaði fyrir Miha Ivancic frá Slóveníu 4-11, 4-11 og 12-14. Margrét Jóhannsdóttir vann sig inn í aðalkeppnina eftir að hafa unnið Katarina Neudolt frá Austurríki 10-12, 11-5, 11-8 og 11-7. Í öðrum leik forkeppninnar vann Margrét Ema Cizelj frá Slóveníu 11-8, 10-12, 14-12 og 11-9. Sigríður tapaði fyrsta leik sínum í forkeppninni fyrir Mariya Rud frá Úkraínu 1-11, 4-11 og 6-11. Arna Karen tapaði einnig fyrsta leik sínum gegn Nika Arih frá Slóveníu 0-11, 5-11 og 7-11. Í aðalkeppninni mætti Margrét Lydia Jane Powell frá Englandi. Margrét laut í lægra haldi fyrir henni eftir hörkuleik 11-9, 6-11, 13-11, 11-13 og 3-11. Eiður Ísak og Jónas kepptu í forkeppni tvíliðaleiks karla gegn Dean Brabec frá Tékklandi og töpuðu naumlega 9-11, 13-11, 8-11, 11-8 og 6-11. Arna Karen og Sigríður fóru beint inn í aðalkeppnina í tvíliðaleik kvenna og mættu í fyrstu umferð Solvar Flaten Jorgensen og Natalie Syvertsen frá Noregi. Þær töpuðu leiknum 8-11, 11-9, 7-11 og 5-11. Margrét lék tvíliðaleik með Martina Repiska frá Slóvakíu. Þær mættu í fyrstu umferð Magdalena Kulska og Zuzanna Parysz frá Póllandi og unnu 11-6, 11-, og 11-3. Þær mætu svo í annarri umferð pari sem er raðað númer tvö inn í greinina, Vytaute Fomkinaite og Gerda Voitechovskaja frá Litháen. Margrét og Repiska unnu þann leik 11-7, 11-6, 6-11 og 11-4. Eiður Ísak og Arna Karen léku tvenndarleik í forkeppninni gegn Jonty Russ og Zoe King frá Englandi. Þeir töpuðu 3-11, 10-12 og 6-11. Davíð Bjarni og Sigríður fóru beint inn í aðalkeppnina í tvenndarleik. Þau töpuðu þar fyrsta leik fyrir Miha Ivanic og Nika Arih frá Slóveníu 9-11, 5-11 og 3-11. Kristófer Darri og Margrét sátu hjá í fyrstu umferð aðalkeppninnar í tvenndarleik og léku fyrsta leik sinn gegn Callum Hemming og Fee Teng Liew frá Englandi. Þau töpuðu 3-11, 6-11 og 6-11. Margrét Jóhannsdóttir lék svo í átta liða úrslitum í tvíliðaleik ásamt meðspilara sínum, Martina Repiska frá Slóvakíu. Þær mættu úkraínsku stúlkunum Vladislava Lesnaya og Darya Samarchants. Margrét og Repiska lutu í lægra haldi 14-15, 3-11 og 6-11.

Alda Karen Jónsdóttir og Jóhannes Orri Ólafsson, sem bæði búa í Noregi, kepptu með félagi sínu á Irish U19 Open í september. Jóhannes keppti í einliðaleik karla gegn David Orteu frá Sviss og tapaði 8-21 og 10-21. Alda Karen sat hjá í fyrstu umferð og lék einliðaleik í annarri umferð gegn Beth Stephenson frá Írlandi. Alda tapaði 19-21 og 9-21. Jóhannes lék tvíliðaleik með Christoffer Hamnes frá Noregi gegn Andrija Kraljic og Brandon Tsang frá Skotlandi í annarri umferð eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð. Jóhannes og Hamnes töpuðu 16-21 og 14-21. Alda lék tvíliðaleik með Kristine Haakonseth frá Noregi. Þær sátu einnig hjá í fyrstu umferð og mættu í þeirri annarri Judith Petrikowski og Runa Plützer frá Þýskalandi en þeim er raðað númer eitt inn í greinina. Alda og Haakonseth töpuðu 13-21 og 17-21. Alda Karen lék tvenndarleik með Tobias Krömke frá Noregi. Þau sátu hjá í fyrstu umferð og mættu í þeirri annarri Oisin Dwyer og Sarah Pingree frá Írlandi. Þau unnu 21-15 og 21-9. Í þriðju umferð kepptu þau við Matthew Grimley og Toni Woods frá Skotlandi og lutu í lægra haldi í þeirri viðureign 17-21 og 13-21.

Fyrsta mót Dominos mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var í september. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik. Eiður Ísak Broddason TBR bar sigur úr bítum í karlaflokki og Margrét Jóhannsdóttir TBR í kvennaflokki.

Annað mót Dominos mótaraðar BSÍ, Haustmót KR, var einnig í september. Mótið var tvíliða- og tvenndarleiksmót og keppt var í öllum flokkum. Í meistaraflokki unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR í tvíliðaleik karla en Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR í tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleik meistaraflokks unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigruðu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR í tvíliðaleik karla. Í kvennaflokki sigruðu Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Ekki var keppt í tvenndarleik í A-flokki. Í B-flokki karla unnu Egill Magnússon og Víðir Þór Þrastarson Aftureldingu tvíliðaleik karla en ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleik í B-flokki unnu Elís Þór Dansson TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu.

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR í september. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins. nginn leikmaður varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari í ár. Átta einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH (U13) í einliða- og tvíliðaleik, Gabríel Ingi Helgason BH (U13) í tvíliða- og tvenndarleik, María Rún Ellertsdóttir ÍA (U13) í einliða- og tvenndarleik, Gústav Nilsson TBR (U15) í einliða- og tvíliðaleik, Karolina Prus KR (U15) í tvíliða- og tvenndarleik, Katrín Vala Einarsdóttir BH (U15) í einliða- og tvíliðaleik, Eysteinn Högnason TBR (U17) í einliða- og tvíliðaleik og Þórunn Eylands TBR (U17) í einliða- og tvenndarleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í einliðaleik: Haukur Gylfi Gíslason Samherjum (U19) og Harpa Hilmisdóttir BH (U19). Í tvíliðaleik: Lilja Bu TBR (U13), Sigurbjörg Árnadóttir TBR (U13), Stefán Árni Arnarsson TBR (U15), Halla María Gústafsdóttir BH (U17), Una Hrund Örvar BH (U17), Bjarni Þór Sverrisson TBR (U17), Atli Tómasson TBR (U19) og Davíð Bjarni Björnsson TBR (U19). Í tvenndarleik: Sigurður Patrik Fjalarsson KR (U15) og Einar Sverrisson TBR (U17).

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var í september. Í meistaraflokki vann Róbert Þór Henn TBR í einliðaleik karla og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Anna Marrgét Guðmundsdóttir og Harpa Hilmisdóttir BH. Í tvenndarleik sigurðu Davíð Bjarni Björnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir BH. Í A-flokki sigraði Haukur Gylfi Gíslason Samherjum í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna vann Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Tvíliðaleik karla unnu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Haukur Gylfi Gíslason Samherjum og tvíliðaleik kvenna unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttur ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Í tvenndarleik sigruðu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Elín Ósk Traustadóttur BH. Í B-flokki vann Brynjar Már Ellertsson ÍA einliðaleik karla. Björk Orradóttir TBR stóð uppi sem sigurvegari í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Elís Þór Dansson TBR og Símon Orri Jóhannsson ÍA. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Í tvenndarleik unnu Tómas Andri Jörgensson og Irena Rut Jónsdóttir ÍA.

Atli Jóhannesson var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari í september og hann hóf störf í október. Atli er fæddur árið 1988 og lauk stúdentsprófi frá FG árið 2008. Hann er með B.sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskóla Íslands og er í mastersnámi í sama fagi við Háskóla Íslands. Hann hóf badmintonferil sinn fimm ára gamall og spilaði allan feril sinn fyrir TBR. Hann var færður í meistaraflokk 17 ára og hefur spilað fyrir Íslands hönd með U17, U19 ára og A-landsliði Íslands. Atli hefur spilað yfir 30 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur unnið fjóra Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki og fjölda Íslandsmeistaratitla í unglingaflokkum. Atli mun vinna náið með Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara. Hann mun einbeita sér að yngstu unglingalandsliðshópunum auk þess sem hann kemur að þjálfun eldri landsliðshópa og Afrekshópi BSÍ.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari valdi valið hópinn sem tók þátt í Heimsmeistaramóti U19 ungmenna sem fór fram í Bilbao á Spáni dagana 2. - 13. nóvember. Mótið er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni. Liðakeppnin fer fram 2. - 6. nNóvember og einstaklingskeppnin 8. - 13. nóvember. Íslenska U19 landsliðið skipuðu Atli Tómasson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR (búsett í Noregi) og Þórunn Eylands TBR.

Október

Unglingamót TBS var haldið á Siglufirði í október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U17. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U11 snáða vann Máni Berg Ellertsson ÍA í flokki snáða og í flokki snóta vann Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. Í tvíliðaleik í flokki U11 unnu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Isabella Ósk Stefánsdóttir TBS. Í flokki U13 vann Gabríel Ingi Helgason BH í einliðaleik hnokka og María Rún Ellertsdóttir ÍA TBR vann í einliðaleik táta. Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH unnu tvíliðaleik hnokka og Anna Brynja Agnarsdóttir og Halldóra Helga Sindradóttir TBS unnu í tvíliðaleik táta. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA. Gabríel Ingi vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Sigurður Patrik Fjalarsson KR í einliðaleik sveina og Katrín Vala Einarsdóttir BH vann einliðaleik meyja. Tvíliðaleik sveina unnu Steinþór Emil Svavarsson og Freyr Víkingur Einarsson BH og tvíliðaleik meyja unnu Anna Alexandra Petersen og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. Tvenndarleik í flokki U15 unnu Steinþór Emil Svavarsson og Katrín Vala Einarsdóttir BH. Í flokki U17 vann Einar Sverrisson TBR í einliðaleik drengja. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR. Tvíliðaleik telpna unnu Andrea Nilsdóttir og Sigríður Ása Guðmarsdóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Andrea vann því þrefalt á mótinu.

Undirritaður var í október áframhaldandi samstarfssamningur milli Dominos og Badmintonsambandsins. Dominos verður áfram aðalstyrktaraðili Badmintonsambands Íslands næsta árið og munu báðar mótaraðir BSÍ, fullorðins- og unglingamótaraðirnar, bera nafn Dominos.

Fjórða mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var einnig í október. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Kristófer Darri Finnsson TBR sigraði einliðaleik karla í meistaraflokki og Margrét Jóhannsdóttir TBR vann einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir TBR. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Margrét Jóhannsdóttir vann því þrefalt á mótinu. Í A-flokki sigraði Bjarni Þór Sverrisson í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH. Tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri en tvíliðaleik kvenna unnu Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Elís Þór Dansson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS vann í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Egill Magnússon Aftureldingu. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS.

Vetrarmót TBR var haldið um í október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U13 vann Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH í einliðaleik hnokka og Sigurbjörg Árnadóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH. Tvíliðaleik táka unnu Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA. Sigurbjörg vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Steinþór Emil Svavarsson BH í einliðaleik sveina og Karolina Prus KR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR og í tvíliðaleik meyja unnu Anna Alexandra Petersen og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Stefán Árni Arnarsson og Anna Alexandra Petersen TBR. Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í einliðaleik drengja og Halla María Gústafsdóttir BH vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR. Í flokki U19 vann Andri Árnason TBR í einliðaleik pilta og í einliðaleik stúlkna vann Þórunn Eylands TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Andri Árnason og Atli Tómasson TBR og í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR. Í tvenndarleik unnu Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu og Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH.

SETmót KR var í október. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Í meistaraflokki vann Kristófer Darri Finnson TBR í einliðaleik karla. Í tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Margrét vann því þrefalt á mótinu. Í A-flokki vann Elvar Már Sturlaugsson ÍA einliðaleik karla en einliðaleik kvenna vann Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Tvenndarleik A-flokks unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Elís Þór Dansson TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki og Karolina Prus KR vann í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Elís Þór Dansson TBR og Símon Orri Jóhannsson ÍA. Tvíliðaleik kvenna unnu Berglind Magnúsdóttir og Karolina Prus KR. Tvenndarleikinn unnu Víðir Þór Þrastarson og Arndís Sævarsdóttir Aftureldingu.

Margrét Gunnarsdóttir sat fund hjá Badmintonsamböndum allra Norðurlandanna en hann var haldinn í Danmörku í október.

Margrét Jóhannsdóttir tók þátt í Alþjóðlega svissneska mótinu sem fór fram í Yverdon-les-Bains í Sviss í október. Margrét lék gegn Emilie Aalestrup frá Danmörku og laut í lægra haldi fyrir henni 14-21 og 17-21.
Ísland lék vináttulandsleik gegn Færeyjum í október í Þórshöfn í Færeyjum. Landslið Íslands skipuðu Eiður Ísak Broddason, Jónas Baldursson, Arna Karen Jóhannsdóttir og Harpa Hilmisdóttir. Eiður, Jónas og Arna eru í TBR en Harpa er í BH. Ísland vann 7-1. Eiður Ísak lék fyrsta einliðaleik karla gegn Magnus Dal-Christiansen og vann 21-11, 21-15. Jónas lék annan einliðaleik karla gegn Rani i Bø og vann 21-18, 21-9. Arna Karen Jóhannsdóttir lék fyrsta einliðaleik kvenna gegn Kristina Eriksen og vann 21-8, 21-9. Harpa mætti Gunnva Jacobsen í öðrum einliðaleik kvenna og vann 21-18, 21-17. Eiður og Jónas kepptu tvíliðaleik karla og mættu í honum Magnus Dal-Christiansen og Rani í Bø og þeir unnu 21-10, 21-16. Í tvíliðaleik kvenna öttu Arna og Harpa kappi við Sólfríð Hjørleifsdóttur og Simone Romme. Arna og Harpa unnu eftir oddalotu 21-11, 16-21, 22-20. Fyrsta tvenndarleik léku Jónas og Arna Karen. Þau mættu Rani í Bø og Kristina Eriksen og unnu 21-14, 21-13. Eina viðureignin sem Ísland vann ekki var tvenndarleikur sem Eiður og Harpa léku gegn Magnus Dal-Christiansen og Gunnva Jakobsen en leikurinn fór í odd sem endaði með sigri þeirra færeysku 21-15, 18-21, 21-15.

Nóvember

U19 landslið Íslands fór til Bilbao á Spáni og tók þátt í heimsmeistaramóti U19 landsliða og einstaklinga. Landsliðið skipuðu Alda Karen Jónsdóttir, Þórunn Eylands Harðardóttir, Atli Tómasson og Davíð Bjarni Björnsson. Þau eru öll í TBR en Alda Karen er búsett í Noregi. Auk þeirra fóru Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikjum Ísland lauk með eftirfarandi hætti: Ísland 0 - 5 Slóvenía, Ísland 0 - 5 USA, Ísland 1 - 3 Lettland, Ísland 3 - 1 Suður-Afríka, Ísland 2 - 3 Rúmenía, Ísland 3 - 2 Færeyjar. Ísland lenti í 43. sæti á þessu HM ungmenna.

Meistaramót BH var í nóvember. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki stóðu Jónas Baldursson TBR og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR uppi sem sigurvegarar í einliðaleik. Tvíliðaleik karla sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu systurnar María og Sigríður Árnadætur TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. Í A-flokki sigraði Einar Sverrisson TBR í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna vann Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH. Tvíliðaleik karla sigruðu Geir Svanbjörnsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri og tvíliðaleik kvenna unnu Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Símon Orri Jóhannsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki og hin unga Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Elís Þór Dansson TBR og Símon Orri Jóhannsson ÍA og tvíliðaleik kvenna unnu Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS og Irena Rut Jónsdóttir ÍA. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA

Skrifađ 31. desember, 2016
mg