Kári keppti í Los Angeles

Kári Gunnarsson keppir nú á K & D Graphics mótinu í Los Angeles en mótið hófst í gær og stendur fram á sunnudag.

Kári mætti í fyrstu umferð Anibal Marroquin frá Guatemala. Marroquin er í 412. sæti heimslistans en Kári er í 308. sæti. Kári byrjaði rólega í fyrri lotunni og var 0-4 undir en jafnaði í 7-7. Kári var svo undir 18-20 og tapaði fyrri lotunni 19-21. Í seinni lotunni var Marroquin með forystu alla lotuna og vann hana 21-14.

Kári hefur því lokið keppni í Los Angeles.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifađ 15. desember, 2016
mg