Unglingamót Aftureldingar er um helgina

Unglingamót Aftureldingar verður um helgina í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Mótið er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista unglinga.

Alls keppir 91 keppandi í mótinu en keppendur koma frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KA, KR, TBR, Samherjum og UMFS.

Keppt er í flokkum U15-U19 á laugardeginum og í flokki U13 á sunnudeginum. Keppni hefst klukkan 9 báða dagana. Leiknir verða 194 leikir á þessu móti.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 25. nóvember, 2016
mg