Meistaramót í mörgum löndum um síđustu helgi

Fyrsta helgin í febrúar er í mjög mörgum löndum sú helgi þar sem meistaramót í badminton eru haldin. Helginni var einnig haldið frírri frá alþjóðlegum mótum um langt skeið en undanfarin ár hafa Íranar haldið opið alþjóðlegt mót þessa helgi. Íslandsmót voru líka haldin þessa helgi í mörg ár en því var breytt fyrir nokkrum árum í fyrstu helgina í apríl með það að markmiði að lengja keppnistímabilið hér á landi.

Í Danmörku var það Kenneth Jonassen sem sigraði í einliðaleik karla og Tina Rassmussen í einliðaleik kvenna. Peter Gade sterkasti leikmaður Dana var ekki með í mótinu vegna veikinda og gat því ekki varið titilinn. Smellið hér til að skoða umfjöllun um meistaramótið í Danmörku og hér til að skoða öll úrslit mótsins.

Sænskir meistarar urðu Magnus Sahlberg og Sara Persson. Nánar um sænska meistaramótið má finna á heimasíðu sænska badmintonsambandsins. Steinar Klausen og Sara B. Kværnö vörðu bæði einliðaleikstitla sína í Noregi og unnu einnig tvo titla hvort á norska meistaramótinu um síðustu helgi. Smellið hér til að sjá nánari umfjöllun um mótið í Noregi.

Skrifađ 6. febrúar, 2008
ALS