Margrét lék á Alţjóđlega norska mótinu

Tveir íslenskir leikmenn tóku þátt í Alþjóðlega norska mótinu sem fer nú fram í Sandefjord í Noregi.

Margrét Jóhannsdóttir lék einliðaleik. Hún fór beint inn í aðalkeppnina en lenti í fyrsta leik á móti Kate Foo Kune frá Mauritíus en henni er raðað númer eitt inn í greinina. Margrét átti góðan leik gegn Kune, sérstaklega seinni lotuna en hún tapaði samt leiknum 11-21, 16-21.

Jóhannes Orri Ólafsson, sem er búsettur í Noregi, lék einliðaleik í forkeppni einliðaleiks karla. Hann mætti Markus Barth frá Noregi og tapaði 12-21, 9-21. Hann lék einnig tvíliðaleik með félaga sínum Martin Grötterud gegn Sturla Flaten Jorgensen og Carl Christian Mork frá Noregi. Jóhannes og Grötterud töpuðu 13-21, 9-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega norska mótinu.

Skrifađ 18. nóvember, 2016
mg