Dagsetningu Meistaramóts Íslands breytt

Meistaramót Íslands verður haldið helgina 7. - 9. apríl 2017 en áður stóð til að halda mótið viku fyrr.

Ríkissjónvarpið verður með á dagskrá sérstaka íþróttaviku í byrjun apríl og Badmintonsamband Íslands verður hluti af íþróttagreinum sem fjallað verður um og sýnt frá. Þess vegna var dagsetningu mótsins breytt.

Reikna má með að fyrstu umferðir verði spilaðar á föstudeginum 7. apríl. Á laugardeginum 8. apríl verður sennilega spilað fram í úrslit í öllum greinum og á sunnudeginum 9. apríl verða úrslitin leikin. Úrslit í meistaraflokki fara fram fyrir hádegi á sunnudeginum.

Skrifað 15. nóvember, 2016
mg