Forkeppni EM landsliða fór fram um helgina

Forkeppni Evrópukeppni landsliða fór fram í fimm löndum um helgina. Keppt var í fimm riðlum í Tékklandi, Búlgaríu, Írlandi, Slóveníu og Svíþjóð. Eitt land fer upp úr hverjum riðli en alls tóku 20 lönd þátt. Ísland sendi ekki inn lið að þessu sinni. Evrópukeppni landsliða fer svo fram í Póllandi dagana 15. - 19. febrúar 2017.

Þessi lönd munu taka þátt í Póllandi eftir sigur í sínum riðli um helgina; Frakkland, Búlgaría, Írland, Sviss og Svíþjóð. Smellið hér til að sjá úrslit leikja um helgina.

Auk þessara landa fara beint inn í keppnina Pólland (sem heldur keppnina), Danmörk, England, Þýskaland, Rússland, Holland og Spánn.

Skrifað 14. nóvember, 2016
mg