Davíð Bjarni og Alda Karen komin í aðra umferð í tvenndarleik

Einstaklingskeppni HM U19 ungmenna hófst í Bilbao á Spáni í dag.

Davíð Bjarni Björnsson tapaði einliðaleik sínum gegn Mathieu Morneau frá Kanada 7-21, 14-21.

Atli Tómasson, sem snéri sig á ökkla í leik gegn Færeyjum um helgina, sat hjá í fyrstu umverð. Hann lék í annarri umferð einliðaleiks karla gegn Dmytro Kovalov frá Úkraínu. Atli tapaði 15-21, 9-21.

Alda Karen Jónsdóttir mætti Vera Ellingsen frá Noregi í einliðaleik sínum og tapaði 20-22, 14-21.

Þórunn Eylands atti kappi við Asuka Takahashi frá Japan. Sú japanska reyndist erfið en Þórunn tapaði 3-21, 2-21.

Í tvíliðaleik léku Atli og Davíð Bjarni gegn Lin Sheng Chieh og Lu Chen frá Tævan. Þeir töpuðu 10-21, 7-21.

Í tvíliðaleik kvenna mættu Alda Karen og Þórunn Ker´Sara Koh og Jia Ying Crystal Wong frá Singapúr. Alda Karen og Þórunn töpuðu 14-21, 18-21.

Í tvenndarleik mættu Atli Tómasson og Þórunn Eylands Tilen Zalar og Nastja Stovanje frá Slóveníu. Atli og Þórunn lutu í lægra haldi 8-21, 16-21.

Davíð Bjarni og Alda Karen unnu sinn tvennarleik gegn Balazs Papai og Reka Madarasz frá Ungverjalandi 21-8, 21-19. Þau mæta í annarri umferð D. Chanfra Kumar og P. Sonika Sai frá Indlandi.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á HM U19 einstaklinga.

Skrifað 8. nóvember, 2016
mg