Styrkleikalisti unglinga uppfærður

Öll A mót unglinga gilda til stig á styrkleikalista BSÍ. Styrkleikalistinn hefur nú verið uppfærður og er hægt að skoða hann með því að smella hér. Mun fleiri leikmenn frá félögum utan af landi virðast vera á styrkleikalistanum heldur en undanfarin ár. Það er mjög ánægjuleg þróun og sýnir að badmintoníþróttin er að eflast á landsvísu. Þegar litið er yfir stig vetrarins kemur í ljós að baráttan er hvað mest í drengjaflokki (U17) en það er eini flokkurinn þar sem engum leikmanni hefur tekist að sigra á tveimur mótum á tímabilinu. Næsta unglingamót sem gildir til stiga á styrkleikalista BSÍ fer fram á Akranesi um næstu helgi.
Skrifað 6. febrúar, 2008
ALS