═sland enda­i Ý 43. sŠti

Íslenska U19 landsliðið lék næstsíðasta leik sinn á HM ungmenna á Spáni í gær. Liðið mætti Rúmeníu og tapaði eftir hörkuleik 2-3.

Davíð Bjarni Björnsson og Þórunn Eylands léku tvenndarleik gegn Daniel Popescu og Andra Olariu. Þau unnu eftir oddalotu 21-18, 19-21, 21-18.

Atli Tómasson lék einliðaleik karla. Hann mætti Filimon Collins-Valentine og tapaði 19-21, 9-21.

Alda Karen Jónsdóttir mætti Ioana Grecea í einliðaleik kvenna. Hún tapaði mjög naumlega 18-21, 20-22.

Atli og Davíð Bjarni kepptu gegn Gisca Florentin og Filimon Collins-Valentine. Atli og Davíð Bjarni unnu 24-22, 21-9.

Síðasti leikurinn var tvíliðaleikur kvenna. Hann spiluðu Alda Karen og Þórunn gegn Ioana Grecea og Maria Alexandra Dutu. Alda Karen og Þórunn töpuðu 11-21, 10-21.

Liðið lék síðan um 43. sætið og mætti í þeim leik liði landsliði Færeyja.

Atli Tómasson lék einliðaleik karla gegn Bartal Poulsen. Atli gaf leikinn þegar staðan var 0-15 fyrir Poulsen.

Alda Karen mætti Kristina Eriksen í einliðaleik kvenna. Alda vann eftir oddalotu 21-19, 13-21, 21-14.

Atli og Davíð Bjarni gáfu tvíliðaleik karla.

Alda Karen og Þórunn léku tvíliðaleik kvenna gegn Gunnva Jacobsen og Alma Kentsdóttir Mohr Pedersen. Alda Karen og Þórunn unnu eftir oddalotu 12-21, 21-16, 21-15.

Tvenndarleikurinn var því úrslitaleikur. Davíð Bjarni og Þórunn léku hann gegn Bartal Poulsen og Alma Kentsdóttir Mohr Pedersen. Davíð og Alda Karen unnu eftir oddalotu 18-21, 21-19, 21-13.

Með því lenti íslenska U19 landsliðið í 43. sæti á þessu HM U19 ungmenna. Dregið verður í einstaklingskeppnina seinna í dag en keppnin hefst á morgun.

Færeyjar lentu í 44. sæti og Noregur lenti í 42. sæti. Svíþjóð lenti í 18. sæti og Finnlandi í 49. sæti. Danmörk endaði í 5. - 8. sæti. Kína og Malasía leika til úrslita.

Skrifa­ 6. nˇvember, 2016
mg