Ísland vann Suður Afríku 3-1

Íslenska U19 landsliðið lék í dag um sæti 41 til 48 á HM ungmenna á Sáni. Liðið mætti liði Suður-Afríku og vann 3-1.

Í tvenndarleik mættu Davíð Bjarni Björnsson og Þórunn Eylands Harðardóttir Brandon Nel og Zani Van Der Marwe og unnu 21-11, 21-18.

Atli Tómasson lék einliðaleik karla gegn Ruan Snyman og tapaði 13-21, 10-21.

Alda Karen Jónsdóttir vann einliðaleik sinn gegn Carmen Haasbroek auðveldlega 12-21, 4-21.

Davíð Bjarni og Atli léku þá tvíliðaleik karla gegn Dillan Kyle Schaap og Brandon Nel. Þeir unnu 18-21 og 17-21.

 

HM ungmenna í Bilbao á Spáni 2016

 

Með því lauk leiknum með sigri Íslands 3-1.

Á morgun leikur landsliðið gegn landsliði Rúmeníu.

Skrifað 4. nóvember, 2016
mg