Tap fyrir Lettlandi 1-3

Spilað var um sæti í riðlum á HM U19 landsliða í dag, fimmtudag. Íslenska landsliðið keppti við landslið Lettlands.

Davíð Bjarni Björnsson og Alda Karen Jónsdóttir kepptu í tvenndarleik við Kristaps Kalnins og Liana Lencevica. Davíð og Alda unnu 21-19, 21-18.

Atli Tómasson lék einliðaleik gegn Niks Podosinoviks og tapaði 6-21, 18-21.

Þórunn Eylands mætti Una Berga og tapaði eftir oddalotu 21-17, 13-21, 11-21.

Síðasti leikurinn var tvíliðaleikur karla en Davíð Bjarni og Atli mættu í honum Kristaps Kalnins og Niks Podosinoviks og töpuðu 13-21, 19-21.

Leiknum lauk því með sigri Lettland 3-1.

Íslenska U19 landsliðið spilar því um 41. til 48. sæti á HM ungmenna.

Skrifað 3. nóvember, 2016
mg