Tap gegn Bandaríkjunum

Leikmenn íslenska U19 landsliðsins léku annan leik sinn á HM U19 landsliða á Spáni nú rétt í þessu. Liðið mætti Bandaríkjunum sem var ofjarl okkar og vann 5-0.

Davíð Bjarni Björnsson og Þórunn Eylands léku tvenndarleik gegn Vinson Chiu og Jamie Hsu. Davíð Bjarni og Þórunn töpuðu 13-21, 19-21.

Atli Tómasson lék einliðaleik gegn Joseph Pitman og tapaði 9-21, 14-21.

Alda Karen Jónsdóttir mætti Jemmie Gai í einliðaleik stúlkna. Alda Karen tapaði 7-21, 18-21.

Davíð Bjarni og Atli léku því næst tvíliðaleik gegn Brian Duong og Joseph Pitman. Leikurinn var jafn allan tímann en endaði með tapi okkar manna 17-21, 16-21.

Alda Karen og Þórunn léku síðan síðasta leik liðsins sem var tvíliðaleikur stúlkna. Þær öttu kappi við Karen Ma og Cindy Yuan. Þær bandarísku voru með yfirhöndina alla fyrri lotuna og unnu hana 21-15. Þær unnu einnig seinni lotuna 21-11. Með því lauk leiknum með sigri Bandaríkjanna 5-0.

U19 landslið Íslands. Atli Tómasson, Davíð Bjarni Björnsson, Alda Karen Jónsdóttir og Þórunn Eylands 

Einstaklingskeppni HM U19 hefst 8. nóvember.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á HM U19 landsliða.

Skrifað 2. nóvember, 2016
mg