Úrslit Setmóts KR

SETmót KR var í gær, sunnudag. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.
Í meistaraflokki vann Kristófer Darri Finnson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Davíð Bjarna Björnsson TBR 21-16, 21-16. Í tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu Atla Jóhannesson og Eið Ísak Broddason TBR eftir æsispennandi leik 24-22, 21-19. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún vann í úrslitum Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 21-15, 21-13. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Kristófer Darra Finnsson og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 18-21, 21-15, 21-13. Margrét vann því þrefalt á mótinu.

Margrét Jóhannsdóttir

Í  A-flokki vann Elvar Már Sturlaugsson ÍA einliðaleik karla en hann vann í úrslitum Vigni Haraldsson TBR 21-12, 21-16. Einliðaleik kvenna vann Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en hún vann í úrslitum Höllu Maríu Gústafsdóttur BH eftir oddalotu 21-10, 18-21, 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR en þeir unnu Elvar Má Sturlaugsson ÍA og Vigni Haraldsson TBR eftir oddalotu 21-18, 13-21, 21-15. Tvíliðaleik kvenna unnu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR en þær unnu Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu 21-19, 21-19. Tvenndarleik A-flokks unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Elís Þór Dansson og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR 21-19, 21-11.
Elís Þór Dansson TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki eftir að hafa sigrað Símon Orra Jóhannsson ÍA í úrslitum sem endaði í oddalotu 18-21, 21-18, 21-13. Einliðaleik kvenna vann Karolina Prus KR sem vann eftir oddalotu Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 16-21, 21-14, 21-12. Tvíliðaleik karla unnu Elís Þór Dansson TBR og Símon Orri Jóhannsson ÍA. Þeir unnu í úrslitum Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Víði Þór Þrastarson Aftureldingu 21-13, 21-15. Tvíliðaleik kvenna unnu Berglind Magnúsdóttir og Karolina Prus KR en þær unnu Erlu Rós Heiðarsdóttur og Ingu Rún Birgisdóttur BH 21-14, 21-9. Tvenndarleikinn unnu Víðir Þór Þrastarson og Arndís Sævarsdóttir Aftureldingu. Þau unnu Elías Kára Huldarsson og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH í úrslitum 21-12, 21-7.
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á SETmóti KR.
Næsta mót innan Dominosmótaraðar BSÍ er Meistaramót BH sem fer fram helgina 18. - 20. nóvember.

 

Skrifađ 31. oktober, 2016
mg