SET mót KR er um helgina

Setmót-KR fer fram í íþróttahúsi KR við Frostaskjól um helgina. Mótið er innan Dominos mótaraðar Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista. Mótið fer fram laugardag og sunnudag en fyrstu leikir í tvenndarleik hefjast klukkan 9:30 á laugardag.

Keppendur eru 68 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, Samherjum, TBR, UMFH og UMF Þór. Alls verða leiknir 111 leikir.

SET mót KR 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetniningar á mótinu.

Skrifađ 27. oktober, 2016
mg