Margrét keppti í Sviss

Margrét Jóhannsdóttir tók þátt í Alþjóðlega svissneska mótinu sem fór fram í Yverdon-les-Bains í Sviss um helgina.

Margrét lék gegn Emilie Aalestrup frá Danmörku og laut í lægra haldi fyrir henni 14-21 og 17-21. Með því lauk Margrét keppni í Sviss.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Swiss International mótinu.

Næsta alþjóðlega mót sem Margrét tekur þátt í er Alþjóðlega norska mótið sem fer fram 17. - 20. nóvember næstkomandi. 

Skrifađ 24. oktober, 2016
mg