Vetrarmót unglinga er um helgina

Þriðja mót Dominos unglingamótaraðar BSÍ, Vetrarmót TBR, er um helgina.

Alls taka 68 keppendur frá sex félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR og UMF Þór þátt í mótinu.

Keppt er í flokkum U13, U15, U17 og U19 í öllum greinum.

Mótið hefst klukkan 10 á laugardag og fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Spilað er fram í undanúrslit þann dag en undanúrslit og úrslit fara fram á sunnudaginn.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 20. oktober, 2016
mg