Vináttulandsleikur við Færeyjar

Færeyingar taka þátt í Eyjaleikunum á næsta ári og hafa af því tilefni boðið fjórum íslenskum spilurum til Færeyja um helgina til að keppa við landslið þeirra. Þetta er liður í undirbúningi þeirra fyrir leikana.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari hefur valið fjóra leikmenn til ferðarinnar en það eru Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir BH.

Þau fljúga til Færeyja í dag, föstudag, og keppa við Færeyingana í vináttulandsleik á morgun, laugardag. Á föstudagskvöldi og sunnudegi taka þau þátt í móti í Þórshöfn.

 

Skrifað 21. oktober, 2016
mg