Dregiđ í HM ungmenna í Bilbao á Spáni

Dregið hefur verið í heimsmeistaramót unglinga sem fer fram í Bilbao á Spáni í nóvember. Ísland lenti í þriggja landa riðli D1 með Slóveníu, sem er með röðun fimm til átta, og Bandaríkjunum.

Keppt verður í átta riðlum og hver riðill hefur tvo flokka. 54 lönd taka þátt í keppninni en það er mikil fjölgun þátttökulanda frá því í fyrra þegar 40 lönd tóku þátt. Kína er raðað númer eitt, Tælandi númer tvö, Japan og Indónesíu númer þrjú til fjögur og númer fimm til átta eru Pólland, Slóvenía, Malasía og Frakkland. 

Heimsmeistaramót U19 landsliða fer fram 2. - 6. nóvember og heimsmeistaramót U19 einstaklinga fer fram 8. - 13. nóvember.

Fyrir Íslands hönd taka þátt Atli Tómasson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR og Þórunn Eylands TBR. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari fer með hópnum ásamt Atla Jóhannessyni aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Skrifađ 14. oktober, 2016
mg