Landsbankamót ÍA næsta mót

Um næstu helgi fer fram á Akranesi Landsbankamót ÍA. Mótið er A mót unglinga þar sem keppt er í flokkunum U13, U15, U17 og U19. Það er Badmintonfélag Akranes sem heldur mótið. Keppt verður í U13 og U15 flokkunum á laugardeginum frá kl. 10.00 en U17 og U19 flokkunum á sunnudeginum frá kl. 10.00. Skráningarfrestur í mótið rennur út á hádegi á morgun miðvikudag.

Landsbankamót ÍA er síðasta unglingamótið í A flokki fyrir Íslandsmót unglinga og því síðasti séns fyrir leikmenn að næla sér í stig á styrkleikalista BSÍ fyrir það mót. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Landsbankamót ÍA 2008.

Skrifað 5. febrúar, 2008
ALS